Hoppa yfir valmynd
19. maí 2010 Innviðaráðuneytið

Ráðherrayfirlýsing um rafræna stjórnsýslu

Ráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins, inngönguríkja, umsóknarríkja og EFTA-ríkja samþykktu á fundi í Malmö þann 18. nóvember 2009 yfirlýsingu um stefnu í rafrænni stjórnsýslu fram til ársins 2015. Fundurinn var haldinn í tengslum við ráðherraráðstefnu um rafræna stjórnsýslu sem Svíar stóðu fyrir í tengslum við formennsku sína í ráðherraráði ESB.

Í yfirlýsingunni segir meðal annars að opinber stjórnsýsla ætti að miða í sameiningu að því að lokið verði við eftirfarandi forgangsverkefni árið 2015:

  • Borgarar og fyrirtæki fá aukið sjálfstæði með rafrænni opinberri þjónustu sem miðast við þarfir notenda, er þróuð í samvinnu við þriðju aðila, og veitir aukið aðgengi að opinberum upplýsingum, aukið gagnsæi og opnar virkar leiðir fyrir þátttöku hagsmunaaðila í stefnumótunarferlinu,
  • Hreyfanleiki á innri markaði er aukinn með snurðulausri rafrænni opinberri þjónustu við stofnun og rekstur fyrirtækis og fyrir nám, starf, búsetu og starfslok hvar sem er í Evrópusambandinu.
  • Stuðlað er að hagkvæmni og skilvirkni með því að leitast við að nota rafræna stjórnsýslu til að draga úr stjórnsýslubyrði, bæta ferla innan stofnana og stuðla að sjálfbæru hagkerfi lítillar kolefnislosunar.
  • Framkvæmd forgangsverkefnanna sem stefnt er að er gerð möguleg með viðeigandi lykilþáttum og lagalegum og tæknilegum forsendum.

Sjá nánar:

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta