Hoppa yfir valmynd
20. maí 2010 Matvælaráðuneytið

Úr hafi til hönnunar.

Hönnunarsafn Íslands verður opnað að Garðatorgi 1, í Garðabæ þann 27. maí, með sýningu sem ber heitið “Úr hafi til hönnunar”. Á sýningunni gefst kostur á að skoða fjölbreytt úrval gripa úr roði og fiskleðri eftir íslenska og erlenda hönnuði. Að auki verður til sýnis úrval úr safneign sem varpar ljósi á söfnunarsvið safnsins. Frá og með 28. maí verður svo safnið opið almenningi, alla daga nema mánudaga kl. 12-17.
Munirnir á sýningunni koma víða að og eru fjölbreyttir enda er áherslan lögð á að sýna sjálft efnið.
Skór, stólar, töskur, útivistarfatnaður, skálar, kjólar, bækur og skartgripir ásamt fleiru eru viðfangsefni þeirra hönnuða og fyrirtækja sem eiga muni á sýningunni, má þar nefna heimsfræg nöfn úr tískuheiminum eins og Donnu Karan og Christian Dior. Margir íslenskir hönnuðir og listhandverksfólk hefur notað þetta efni í áraraðir, má nefna Eggert feldskera, Arndísi Jóhannsdóttur í Kirsuberjatrénu, fatahönnuðinn Steinunni Sigurðadóttur og textílhönnuðinn Önnu Gunnarsdóttur á Akureyri. Verk þeirra og fjölda annarra íslenskra og erlendra hönnuða njóta sín vel í nýjum og glæsilegum salarkynnum Hönnunarsafns Íslands.
Áhersla er lögð á fræðslugildi sýningarinnar og í stuttu myndskeiði gefst gestum tækifæri til þess að fræðast um verkun roðsins og um þennan iðnað sem unninn er hér á landi í verksmiðju Sjávarleðurs á Sauðárkróki.
Sýningarstjóri er Harpa Þórsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands en hönnun sýningarinnar er í höndum Sruli Recht Studio.
Á sama tíma verður verslunin Kraum opnuð í anddyri safnsins með íslenskri hönnun.

http://www.honnunarsafn.is/frett?NewsID=9418


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta