Veittir styrkir úr deild Verkefnasjóð um sjávarrannsóknir á samkeppnissviði 2009.
Úthlutað hefur verið styrkjum úr deild Verkefnasjóðs sjávarútvegsins um sjávarrannsóknir á samkeppnissviði.
Sjóðurinn hafði 75 milljónir króna til ráðstöfunar. Alls bárust 36 umsóknir, þar af 27 vegna stærri verkefna, þ.m.t. 7 framhaldsverkefni og 9 vegna minni verkefna. Alls var sótt um styrki fyrir um 130 milljóniir eða nærri tvöfalt það fé sem sjóðurinn hafði til umráða.
Þau verkefni sem nú hlutu styrk fjalla um a.m.k. 11 mismunandi tegundir sjávarlífvera, þ.á m. eru 6 tegundir fiska, skeljar, krabbar og dýrasvif. Aðalviðfangsefnið er þorskur í 6 verkefnum og til þeirra rennur um þriðjungur styrkfjárins.
Niðurstaða úr þessu umsóknarferli staðfestir eins og áður að mikill fjöldi frábærs vísindafólks, með góðar hugmyndir um rannsókna- og nýsköpunarverkefni á sviði sjávarrannsókna er nú starfandi á Íslandi.
Lista yfir styrkþega má sjá hér: