Staða lífræns landbúnaðar á Íslandi
Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs er lýst þeim ásetningi að:
- Staðinn verði vörður um innlendan landbúnað og störf í matvælaiðnaði og tryggt fæðu- og matvælaöryggi þjóðarinnar
- Íslenskur landbúnaður verði efldur með áherslu á fullvinnslu afurða og markaðssókn innanlands sem utan
- Átak verði gert í lífrænni ræktun og bændum tryggður aðlögunarstuðningur skipti þeir úr hefðbundinni ræktun yfir í lífræna.
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur skipað starfshóp til að meta stöðu lífræns landbúnaðar á Íslandi og hvernig best verði staðið að þróun hans með tilliti til markaðs- og framleiðsluaðstæðna í ljósi samstarfsyfirlýsingarinnar.
Hópnum er ætlað að taka saman yfirlit yfir lífrænt vottaða framleiðslu afurða, sem framleiddar voru hér á landi, meta markaðsaðstöðuna og frekari sóknarfæri fyrir innlendar lífrænt vottaðar búvörur og gera tillögur um ráðstöfun sérstaks framlags til lífrænnar ræktunar samkvæmt fjárlögum 2010 að upphæð 4,5 m. kr.
Í starfshópnum eru:
- Dr. Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur, Bændasamtökum Íslands, formaður
- Guðni Einarsson, bóndi, Þórisholti, Mýrdal
- Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður, Landbúnaðarháskóla Íslands
- Helga Þórðardóttir, bóndi, Mælifellsá, Skagafirði
- Sigurður Jóhannesson, formaður Landssambands sláturleyfishafa
Ólafur Friðriksson, skrifstofustjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu mun starfa með hópnum.