Nr. 32/2010 - Stöðvun togveiða á gulllaxi
Með vísan til 2. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 717/2000 um veiðar á gullaxi hefur sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra falið Fiskistofu að fella úr gildi öll leyfi til gulllaxveiða frá og með 7. júní 2010.
Ástæðan er ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar um afla fiskveiðiárið 2009/2010. Vísitölur úr stofnmælingum botnfiska í mars og október, afli á sóknareiningu veiðiskipa ásamt aldurs- og lengdardreifingum úr afla bendi til að afli sé umfram árlega afrakstursgetu stofnsins.
Samkvæmt upplýsingum Fiskistofu var heildarveiði á gulllaxi á tímabilinu 1. september 2009 - 30. apríl 2010 orðinn 13.656 tonn.