Hoppa yfir valmynd
27. maí 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið

Úthlutun úr Framkvæmdasjóði aldraðra árið 2010

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur tekið ákvörðun um úthlutanir úr Framkvæmdasjóði aldraðra árið 2010 í samræmi við tillögur stjórnar sjóðsins. Auglýst var eftir umsóknum í desember síðastliðnum og bárust umsóknir um framlög til 19 verkefna. Framlög verða veitt til 11 verkefna víðs vegar um landið, samtals tæpar 300 milljónir króna. Öll miða þau að því að bæta aðstöðu aldraðra á hjúkrunarheimilum. Hæstu framlög til einstakra verkefna eru til viðbyggingar við hjúkrunarheimilið Höfða á Akranesi, rúmar 113 milljónir króna, þar sem byggð verða 10 hjúkrunarrými til að fækka fjölbýlum og tæpra 118 milljóna króna framlag vegna breytinga og endurbóta á húsnæði hjúkrunardeilda á Hrafnistu í Reykjavík.

Auk framantalinna verkefna verða veittar rúmar 400 milljónir króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra í samræmi við skuldbindingar sjóðsins, til að ljúka byggingu hjúkrunarheimilanna við Suðurlandsbraut í Reykjavík, Boðaþing í Kópavogi og Hulduhlíð á Eskifirði.

Úthlutanir úr Framkvæmdasjóði aldraðra árið 2010

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta