Hoppa yfir valmynd
28. maí 2010 Utanríkisráðuneytið

Efnahagsráðherra ræðir árangur í efnahagsáætlun stjórnvalda á ráðherrafundi OECD

 

Dagana 27.-28. maí var haldinn í París árlegur ráðherrafundur Efnahags- og framfarastofnunarinnar,  OECD. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, sat fundinn að Íslands hálfu.

OECD27052010Fjallað var um stöðu efnahagsmála, einkum í ljósi fjármálakreppunnar og nauðsynlegrar aðlögunar í ríkisfjármálum frá miklum hallarekstri og skuldsetningu margra iðnríkja.

Í máli sínu lagði efnahags- og viðskiptaráðherra sérstaka áherslu á þann árangur sem náðst hefur í efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda á undanförnum misserum og áætlun í ríkisfjármálum til næstu ára.

Auk þess að skiptast á skoðunum um horfur í atvinnumálum var fjallað um alþjóðlega efnahagssamvinnu, siðareglur og gegnsæi í viðskiptum auk nýrra leiða til umhverfisvæns hagvaxtar og aukinnar nýsköpunar. Þá var rætt um alþjóðaviðskiptamál og efnahagssamvinnu ríkja innan sem utan OECD, meðal annars í ljósi yfirstandandi viðræðna á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO).

Auk Chile, sem nýlega gerðist aðili að stofnuninni, hefur þremur öðrum ríkjum verið boðin aðild,  Eistlandi, Ísrael og Slóveníu. Einnig standa yfir viðræður um aðild Rússlands að OECD.

 Ráðherrarnir fögnuðu aukinni samvinnu OECD við Brasilíu, Indland,  Indónesíu, Kína og Suður-Afríku, sem hafa vaxandi hlutverki að gegna í alþjóðaviðskiptum. Slík samvinna felur í sér gagnkvæman ávinning og stuðlar að því að þessi ríki lagi sig að starfsháttum OECD.

Meðfylgjandi eru yfirlýsingar fundarins.C-MIN(2010)3-FINAL-ENG  C-MIN(2010)6-FINAL-ENG

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta