Hoppa yfir valmynd
31. maí 2010 Matvælaráðuneytið

Framtíðarstjórnun makrílveiða

Samningafundur um framtíðarstjórnun makrílveiða fór fram í London dagana 28.-30. maí 2010. Tilgangur fundarins var að leita samkomulags um framtíðarstjórnun makrílveiða í Norðaustur- Atlantshafi. Til fundarins var boðað af Íslands hálfu, en upphaflega var ætlunin að halda fundinn á Íslandi. Sú ætlun gekk ekki eftir og hafði tvíveigis þurft að aflýsa fundum vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Á fundinum voru fulltrúar frá Íslandi, Færeyjum, Noregi og ESB og höfðu aðilar áður hist á fundi í Álasundi í Noregi í mars 2010.

Af hálfu Íslands sóttu þessir fundinn: frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti Steinar Ingi Matthíasson (formaður sendinefndar) og Hrefna Karlsdóttir (fundarstjóri), frá utanríkisráðuneyti Tómas H. Heiðar þjóðréttarfræðingur , frá Hafrannsóknastofnuninni Þorsteinn Sigurðsson og frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna Friðrik J. Arngrímsson.

Þrátt fyrir að fundurinn hafi verið haldinn í góðum anda var ekki niðurstaða fundin og munu aðilar hittast að nýju í lok sumars 2010.



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta