14. viðauki við Mannréttindasáttmála Evrópu tekur gildi í dag
Í dag, 1. júní 2010, tekur gildi 14. viðauki við Mannréttindasáttmála Evrópu en sáttmálinn hefur lagagildi á Íslandi sbr. lög nr. 62/1994.
Í dag, 1. júní 2010, tekur gildi 14. viðauki við Mannréttindasáttmála Evrópu en sáttmálinn hefur lagagildi á Íslandi sbr. lög nr. 62/1994. Markmiðið með samningsviðaukanum er fyrst og fremst að auka skilvirkni Mannréttindadómstóls Evrópu og gera hann betur í stakk búinn til að takast á við þann mikla fjölda mála sem þar er til meðferðar.
Til samræmis við 26. gr. viðaukans hafa þrír varadómarar verið tilnefndir af Íslands hálfu við dómstólinn, þau Hjördís Björk Hákonardóttir hæstaréttardómari, Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík, og Skúli Magnússon, ritari EFTA dómstólsins í Lúxemborg.