Nr. 36/2010 - Bann við dragnótaveiðum tekur gildi 1. september 2010
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að breyta gildistöku banns við dragnótaveiðum og gefið út reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 475/2010. Á fundi með m.a. með Aðalsteini Baldurssyni formanni Framsýnar-stéttarfélags kom fram það málefnalega sjónarmið að of skammur frestur væri gefinn þeim útgerðum sem málið varðar til að endurskipuleggja veiðar sínar. Því væri eðlilegt að miða gildistöku við nýtt fiskveiðiár. Við þessum tilmælum hefur ráðherra orðið og því mun bann við dragnótaveiðum í sjö fjörðum taka gildi frá og með 1. september 2010 og gilda til 1. september 2015
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 475/2010 um bann við dragnótaveiðum.