Hoppa yfir valmynd
8. júní 2010 Dómsmálaráðuneytið

Embætti tveggja héraðsdómara laus til setningar í 12 mánuði

Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið, auglýsti hinn 4. júní sl. samkvæmt tillögu dómstólaráðs, laus til setningar embætti héraðsdómara við héraðsdóm Reykjavíkur og embætti héraðsdómara við héraðsdóm Reykjaness meðan á leyfi skipaðra dómara stendur.

Dómsmála- og mannréttindaráðuneytið, auglýsti hinn 4. júní sl. samkvæmt tillögu dómstólaráðs, laus til setningar embætti héraðsdómara við héraðsdóm Reykjavíkur og embætti héraðsdómara við héraðsdóm Reykjaness meðan á leyfi skipaðra dómara stendur, sbr. 2. mgr. 20. gr. laga um dómstóla, nr. 15/1998.

Dómsmála- og mannréttindaráðherra setur í bæði embættin frá og með 1. september 2010 til og með 31. ágúst 2011, að fenginni tillögu dómstólaráðs.

Umsóknir berist dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu, Skuggasundi, 150 Reykjavík, eigi síðar en 21. júní nk. Í umsókn skal tilgreint um hvaða embætti er sótt.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta