Hoppa yfir valmynd
8. júní 2010 Innviðaráðuneytið

Skráningu að ljúka á fund um strandsiglingar

Morgunverðarfundur um strandsiglingar verður haldinn á Grandhóteli í Reykjavík klukkan 815 til 10.10 á morgun, miðvikudag. Skráning á fundinn fer fram á netfanginu [email protected] og lýkur henni á hádegi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra boðar til fundarins sem er opinn öllum. Kynntar verða niðurstöður skýrslu starfshóps ráðherra um mat á hagkvæmni strandsiglinga og fulltrúar ýmissa hagsmunaaðila viðra sjónarmið sín um málið.

Þeir sem áhuga hafa á að sækja fundinn eru hvattir til að skrá sig á ofangreint netfang og tilkynna nafn og vinnustað. Dagskrána má sjá hér að neðan.

Eru strandsiglingar hagkvæmar?

Morgunverðarfundur miðvikudaginn 9. júní 2010 klukkan 8.15 til 10.10.

 

Dagskrá

  • 08.15-08.30:
    Skráning – morgunverðarhlaðborð.
  • 08.30-08.35:
    Ávarp – Kristján L. Möller samgöngu og sveitarstjórnarráðherra.
  • 08.35-08.55:
    Niðurstöður starfshóps ráðherra um mat á hagkvæmni strandflutninga kynntar – Thomas Möller, formaður starfshópsins.
  • 09.00-09.30:
    Fulltrúar ýmissa hagsmunaaðila viðra sjónarmið sín:
    - Guðmundur Nikulásson, Eimskip.
    - Jörundur Jörundsson, Samskip.
    - Unnar Jónsson, Samherja.
    - Shiran Þórisson, Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.
    - Gísli Gíslason, Hafnasambandi Íslands.
  • 09.30-10.00:
    Umræður og fyrirspurnir.
  • 10.00-10.05:
    Samantekt – Thomas Möller.
  • 10.05-10.10:
    Næstu skref – Kristján L. Möller.

Fundarstjóri: Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta