Hoppa yfir valmynd
8. júní 2010 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfisráðherra heimsótti fuglafriðland

Fuglafriðlandið í Flóa
Fuglafriðlandið í Flóa

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra heimsótti fuglafriðlandið í Flóa fyrir skömmu. Fuglaverndarfélag Íslands bauð ráðherra í fuglaskoðun og heimsókn í nýja fuglaskoðunarskýlið í friðlandinu. Jón Hjartarson forseti bæjarstjórnar Árborgar bauð ráðherra velkominn og sagði frá samstarfi Fuglaverndar og Árborgar við uppbyggingu friðlandsins. Jón sagði frá mikilvægi svæðisins og hvernig unnið væri að áætlun um endurheimt og verndun votlendisins á svæðinu. Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndar, tók svo við og sagði frá fuglategundum í friðlandinu.

Frétt á heimasíðu Árborgar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta