Úthlutun Tækniþróunarsjóðs kynnt
Iðnaðarráðherra kynir úthlutun Tækniþróunarsjóðs til nýsköpunarverkefna fimmtudaginn 10. júní kl. 15-17 í húsakynnum Marel í Garðabæ. Athöfnin hefst með ávarpi iðnaðarráðherra, Katrínar Júlíusdóttur í kjölfarið kynnir Hilmar Veigar Pétursson, formaður stjórnar Tækniþróunarsjóðs úthlutun sjóðsins. Kristinn Anderson flytur ávarp fyrir hönd Marel og nokkur sprotafyrirtæki segja frá verkefnum sínum.
Dagskrá:
15:10 - 15:20 Ávarp iðnaðarráðherra, Katrínar Júlíusdóttur
15:20 - 15:40 Hilmar Veigar Pétursson, formaður stjórnar Tækniþróunarsjóðs kynnir úthlutun
15:40 - 15:50 Kristinn Andersen, þróunarstjóri Marel
15:50 - 16:20 Kynningar sprotafyrirtækja á verkefnum
16:20 - 17:00 Léttar veitingar