Hoppa yfir valmynd
11. júní 2010 Matvælaráðuneytið

Nr. 38/2010 - Útflutningur á frystum makrílflökum frá Íslandi til Evrópsambandsins er tollfrjáls

Makríll
Makríll

Við yfirferð á markaðsaðgangi fyrir makríl til Evrópusambandsins (ESB) uppgötvaðist villa í tollakerfi ESB varðandi frosin makrílflök. Samkvæmt EES-samningnum og fríverslunarsamningi Íslands og ESB frá árinu 1972 skal útflutningur á frosnum fiskflökum, af öðrum tegundum en ferskvatnsfiskum vera tollfrjáls.

 

Fulltrúar íslenskra stjórnvalda hafa tekið málið upp við framkvæmdastjórn ESB sem hefur leiðrétt villuna afturvirkt frá 1. janúar 2010. Útflutningur á frystum makrílflökum frá Íslandi til ESB er því tollfrjáls.

 

Ef fyrirtæki hafa flutt fryst makrílflök með tolli til ESB fyrir 1. janúar 2010 er viðkomandi aðilum bent á að hafa samband við utanríkisráðuneytið.

 

 

11. júní 2010

utanríkisráðuneytið

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið

 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta