Dómar Hæstaréttar er varða lögmæti gengistryggðra lána
Hæstiréttur hefur kveðið upp dóma í málum er varða lögmæti gengistryggðra lána. Þessi mál varða fyrst og fremst aðila máls en hafa einnig almenn áhrif á viðskipti fjármálafyrirtækja og lántakenda. Stjórnvöld hafa fylgst náið með ferli þessara dómsmála og hafa látið greina ítarlega áhrif mögulegra niðurstaðna Hæstaréttar. Ákvarðanir um aðgerðir af hálfu stjórnvalda verða teknar á grundvelli þessarar greiningar. Nánar verður skýrt frá þeim ákvörðunum á allra næstu dögum og í framhaldi af umfjöllun ríkisstjórnarinnar og að höfðu víðtæku samráði um málið.