Hoppa yfir valmynd
16. júní 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Fækkun úrskurðar- og kærunefnda

Alþingi hefur samþykkt frumvarp Árna Páls Árnasonar, félags- og tryggingamálaráðherra, um sameiningu fimm úrskurðar- og kærunefnda í tvær. Áætlað er að aukið hagræði af þessum breytingum spari ríkissjóði 2-4 milljónir króna á ári þar sem kostnaður við störf nefndanna lækkar. Lögin taka gildi 1. júlí næstkomandi.

Nefndir sem verða sameinaðar eru kærunefnd fjöleignarhúsamála, kærunefnd húsaleigumála og úrskurðarnefnd frístundahúsamála. Með sameiningu þessara þriggja nefnda verður til kærunefnd húsamála. Jafnframt verða sameinaðar kærunefnd húsnæðismála og úrskurðarnefnd félagsþjónustu sveitarfélaga í eina úrskurðarnefnd félagsþjónustu- og húsnæðismála.

Ekki er gert ráð fyrir að þessar breytingar muni fækka þeim erindum sem berast fyrrnefndum nefndum árlega, enda eru ekki gerðar breytingar á heimild málsaðila til málskots né á málsmeðferð.

Upplýsingar um málið á vef Alþingis

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta