Þjóðskrá Íslands tók til starfa 1. júlí 2010
Alþingi samþykkti hinn 15. júní 2010 lög um sameiningu Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands og taka þau gildi 1. júlí nk. Hin nýja stofnun ber heitið Þjóðskrá Íslands og tekur við verkefnum Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands. Í nýju vefriti dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins er fjallað um Þjóðskrá Íslands, helstu verkefni og hvaða þjónustu hún mun veita.
Vefrit dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins 2. tbl. 5. árg. 2010 (pdf-skjal).