Iðnaðaráðherra opnar viðskiptaþing í Shanghæ
Þjóðhátíðardagur Íslands er einnig dagur íslenskrar ferðaþjónustu á heimssýningunni EXPO 2010 í Shanghæ. Af því tilefni var efnt til viðskiptaþings þar sem fjölda fulltrúa kínverskra fjölmiðla og fyrirtækja var boðið að kynningu að hlýða á erindi ferðaþjónustuaðila og eiga fundi með fulltrúum í íslensku viðskiptasendinefndinni. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra opnaði viðskiptaþingið og ræddi meðal annars samskipti ríkjanna og tækifæri til að efla ferðaþjónustu milli landanna. Ávarpið á ensku er í heild á enska hluta vefs iðnaðarráðuneytisins.
Að loknu ávarpi ráðherra héldu Ferðamálastofa, Icelandair kynningu á Íslandi sem áfangastað í kjölfarið kynnti Höfuðborgarstofa Reykjavíkurborg og tónlistarhúsið Hörpu ásamt íslenskri menningu og fór yfir tækifæri á sviði menningarviðburða og ráðstefna að lokum kynnti Bláa lónið heilsulandið Ísland og Reykjavíkurborg.
Heimsóknir í íslensk fyrirtæki í Kína
Að lokinni dagskrá ferðaþjónstunnar á EXPO heimsótti ráðherra íslensk fyrirtæki sem hafa starfsstöðvar í Kína. Fyrirtækin eru leikjafyrirtækið CCP og Össur Prosthetics.
Þjóðarhátíðar- og ferðaþjónstudegi Íslands lauk svo með tónleikum tónlistarmannsins KK – Kristjáns Kristjánssonar á Evrópusviðinu á EXPO og móttöku iðnaðarráðherra í íslenska skálanum.