Hoppa yfir valmynd
18. júní 2010 Matvælaráðuneytið

Blaðamannafundur iðnaðarráðherra á EXPO 2010

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra heimsótti skála Norðurlandanna á EXPO auk Spánar og sameiginlegan skála Evrópusambandsins og Belgíu. Þá hélt ráðherra fjölsóttan blaðamannafund í miðstöð heimssýningarinnar þar sem hún kynnti átak ferðaþjónustunnar Inspired by Iceland og hélt stutta kynningu um Ísland. Fjölmiðlar voru mjög áhugasamir og spurðu áhugaverðra spurninga um Ísland. Einnig átti ráðherra fund með fulltrúum Geysis Green Energy í Kína en sem kunnugt er undirritaði fyrirtækið nýlega samkomulag við kínverska orkufyrirtækið Sinopec Petroleum Company um stofnun kínversk-íslensks þróunarfélags um græna orku og jarðvarmanýtingu. Undirritunin var liður í opinberri heimsókn stórrar sendinefndar til Íslands. Loks veitti ráðherra ítarlegt viðtal við kínverska lífstílstímaritið The Bundt.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta