Hoppa yfir valmynd
28. júní 2010 Dómsmálaráðuneytið

Ný hjúskaparlög hafa tekið gildi

„Víst er þetta stórt skref, en í rauninni samt svo sjálfsagt og eðlilegt framhald á þeirri þróun, sem þegar hefur orðið í að bæta réttindi samkynhneigðra þegar kemur að réttinum til fjölskyldulífs,“ sagði Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra m.a. í ávarpi sínu í Fríkirkjunni í gærkvöld í tilefni af gildistöku nýrra hjúskaparlaga.

„Víst er þetta stórt skref, en í rauninni samt svo sjálfsagt og eðlilegt framhald á þeirri þróun, sem þegar hefur orðið í að bæta réttindi samkynhneigðra þegar kemur að réttinum til fjölskyldulífs,“ sagði Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra m.a. í ávarpi sínu í Fríkirkjunni í gærkvöld í tilefni af gildistöku nýrra hjúskaparlaga. Þar héldu Samtökin 78 regnbogahátíð á alþjóðlegum baráttudegi samkynhneigðra.

Lög nr. 65/2010 um breytingar á hjúskaparlögum og um brottfall laga um staðfesta samvist fela í sér að í stað þess að hjúskaparlög gildi eingöngu um hjúskap karls og konu gilda þau nú um hjúskap tveggja einstaklinga. Þá hafa lög um staðfesta samvist verði felld úr gildi. Með þessum breytingum er afmáður sá munur sem fólst í mismunandi löggjöf vegna hjúskapar karls og konu annars vegar og staðfestrar samvistar tveggja einstaklinga af sama kyni hins vegar.

Ráðherra sagði í ávarpi sínu í gær að þessi breyting væri brýn réttarbót og liður í að auka jafnræði og jafnrétti hér á landi og minnti á að í skilningi laganna væri hjúskapur fyrst og fremt borgaraleg stofnun. „Löggjöf um hjúskap skilgreinir þetta viðurkennda sambúðarform á hverjum tíma og markar hverjir megi ganga í hjúskap og hver hjónavígsluskilyrði skuli vera. Þá er það löggjafans að ákveða hvaða réttaráhrif fylgja stofnun hjúskapar. Löggjafinn hefur styrkt þetta sambúðarform umfram önnur með vísan til þess að hjúskapurinn er ein af sterkustu grunnstoðum fjölskyldunnar í samfélaginu,“ sagði ráðherra.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta