Hoppa yfir valmynd
29. júní 2010 Matvælaráðuneytið

Íslenskt kínverskt rannsóknarsamstarf um græna orku

Fundur iðnaðarráðherra með ráðamönnum í Shaanxi héraði í Kína
Fundur iðnaðarráðherra með ráðamönnum í Shaanxi héraði í Kína

Á fundi Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra með ráðamönnum í Shaanxi-héraði í Kína kom fram ríkur áhugi til að útvíkka núverandi samstarf íslenskra og kínverskra aðila um uppbyggingu hitaveitna í rannsóknarsamstarf um græna orku.

Í Shaanxi héraði eru umfangmestu jarðvarmaframkvæmdirnar á vegum Shaanxi Green Energy Co. Ltd. Fyrirtækið er að tæpum helmingshluta í eigu Enex-Kína (Geysir Green og OR). Forsvarsmenn héraðsins, þeir Li Jinbing sem á sæti í framkvæmdastjórn flokksins í héraðinu og Zhuang Chanxing borgarstjóri í Xianyang, hafa nýverið heimsótt Ísland og kynnt sér jarðhitanýtingu Íslendinga. Á fundinum með iðnaðarráðherra var rætt um þau tækifæri sem felast í nýjum rammasamningi sem undirritaður var á Íslandi 9. júní s.l. og lýstu yfirvöld í Shaanxi fyrir iðnaðarráðherra áformum sínum um að fjórfalda umfang jarðhitanýtingar til húshitunar á næstu þremur árum.

Mikill áhuga var á auknu samstarfi bæði stjórnvalda og fyrirtækja á ýmsum sviðum, svo sem raforkuframleiðslu úr jarðvarma og eflingu nýsköpunar, þekkingar og vitundar um mikilvægi grænnar orku. Áhersla var lögð á rannsóknarsamstarf sem tryggði sjálfbæra nýtingu og að greinin laðaði að sér ungt fólk í ríkara mæli.

Ferðaþjónusta er ríkur þáttur í efnhagslífi borganna Xi´an og Xianyang í Shaanxi en árlegur fjöldi erlendra ferðamanna er um hálf milljón auk 10 milljóna innlendra ferðamanna. Því var sérstaklega rætt um mögulegt rannsóknarsamstarf vegna sjálfbærrar nýtingar og þekkingarmiðlunar á sviðið heilsutengdrar ferðaþjónustu þar sem jarðvarmi er nýttur.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta