Hoppa yfir valmynd
29. júní 2010 Innviðaráðuneytið

Starfsemi embættis umboðsmanns skuldara hefst 1 ágúst

Alþingi samþykkti fyrir helgi frumvarp til laga um nýtt embætti umboðsmanns skuldara. Umboðsmaður skuldara er ríkisstofnun sem hefur það hlutverk að gæta hagsmuna og réttinda skuldara eins og nánar er kveðið á um í lögunum. Embættið mun einnig annast fjármálaráðgjöf við einstaklinga sem til þessa hefur verið sinnt af Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna en starfsemi hennar rennur inn í embætti umboðsmanns.

Embætti umboðsmanns skuldara hefur verið auglýst til umsóknar og er umsóknarfrestur til 12. júlí en starfsemi embættisins hefst 1. ágúst næstkomandi.

Ný lög og breytingar á lögum vegna skuldavanda heimilanna

Alþingi samþykkti í síðustu viku frumvarp til laga um greiðsluaðlögun einstaklinga og frumvarp um breytingu á lögum nr. 50/2009 um tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði. Þá var einnig samþykkt frumvarp til laga um tímabundið úrræði einstaklinga sem eiga tvær fasteignir til heimilisnota.

Umfjöllun Alþingis um framantalin mál er aðgengileg á heimasíðu þingsins:

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á hjalp@utn.is

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta