Hoppa yfir valmynd
29. júní 2010 Matvælaráðuneytið

Varaforseti SINOPEC Group áhugasamur um orkusamstarf

Iðnaðarráðherra og Zhang Yascang varaforseti SINOPEC grp
Iðnaðarráðherra og Zhang Yascang varaforseti SINOPEC grp

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra fundaði með Zhang Yaocang, varaforseta kínverska olíurisans SINOPEC Group í ferð sinni til Kína nú í júní. SINOPEC Group hefur átt samstarf við Geysi Green Energy um uppbyggingu hitaveitna í Kína og nýlega var undirritaður samningur um stofnun íslensk-kínversks jarðhitafélags í Peking. Af hálfu kínverja er mikill áhugi á frekar samstarfi enda stefnt að stóraukinni nýtingu jarðvarma.
Zhang Yaocang sagði iðnaðarráðherra frá stórhuga áformum kínverskra stjórnvalda um hitaveituvæðingu í næstu fimm ára áætlun landsins, frá 2011 til 2015. Markmiðið er að bæta við jarðvarmahitun í 30 milljón fermetra af húsnæði á tímabilinu. Þá stefna kínversk stjórnvöld á frekari þróun jarðvarmanýtingar, m.a. til raforkuframleiðslu á lághitasvæðum. Zhang lagði áherslu á mikilvægi ríkisstjórna við að styðja slíka þróun og nýsköpun í þessum geira. Þar gætu sameiginleg verkefni skipt miklu máli.

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra nefndi önnur þróunarverkefni á borð við djúpborunarverkefnið og rannsóknir tengdar mögulegri olíuvinnslu á drekasvæðinu. Zhang vísaði til langrar reynslu SINOPEC af jarðfræðirannsóknum og borunum á miklu dýpi í tengslum við olíuiðnað og taldi áhugavert að fylgjast með djúpborunarverkefninu. Olíurannsóknamiðstöð SINOPEC mun einnig gera forkönnun á fyrirliggjandi gögnum um Drekasvæðið að beiðni Zhang.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta