Hoppa yfir valmynd
30. júní 2010 Innviðaráðuneytið

Evrópsk flugmannafélög ræða öskufall og öryggismál

Fundur Evrópusamtaka flugmannafélaga, European Cockpit Association (ECA), er haldinn í Reykjavík í dag og í gær og ræða fulltrúar flugmannafélaganna meðal annars ýmsar hliðar öryggismála og áhrif öskufalls á flug. Nærri 80 manns sitja fundinn.

Evrópsk flugmannafélög ræða öryggismál
Evrópsk flugmannafélög ræða öryggismál

Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis, flutti kveðjur frá ráðherra við setningarathöfn fundarins og sagði flugið þýðingarmikla atvinnugrein hérlendis sem stæði á gömlum merg. Hún gerði eldgosið að umræðuefni og sagði að þrátt fyrir eldgos á Íslandi á nokkurra ára fresti hefðu áhrifin frá gosinu í Eyjafjallajökli verið mun víðtækari en nokkurn óraði fyrir. Sagði hún brýnt að auka rannsóknir og upplýsingasöfnun frá eldgosum til að geta bætt og samræmt viðvaranir og spár um öskudreifingu og sagði þetta vera verkefni hins alþjóðlega flugheims.

Evrópsk flugmannafélög ræða öryggismálÁ dagskrá fundarins er meðal annars umfjöllun um vandamál vegna öskufalls, rannsóknir flugslysa og ýmis tæknimál.

Franz Ploder er formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Alls eru 38 evrópsk flugmannaafélög innan ECA og meðlimir þeirra um 38.600. ECA er eitt svæðafélaga Alþjóðasambands flugmannafélaga, IFALPA.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta