Hoppa yfir valmynd
3. júlí 2010 Innviðaráðuneytið

Flugöryggi og vakttími

Vegna greinar Kára Kárasonar, formanns öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, í Morgunblaðinu 2. júlí, vill samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið taka eftirfarandi fram:

Tveir fulltrúar öryggisnefndar FÍA sátu fund með sérfræðingum ráðuneytisins 11. maí síðastliðinn þar sem fjallað var um þá reglugerð sem Kári Kárason fjallar um í greininni. Kári  var annar þeirra.

Fulltrúar FÍA spurðu hvers vegna ákvæði um varavakt hefði verið fellt út úr reglugerðardrögunum á síðari stigum. Því var svarað að ekki hefði verið hægt að koma til móts við allar þær athugasemdir sem fram komu á drögin og að ólíkar hugmyndir hefðu verið uppi um útfærslu ákvæðisins. Ákveðið hefði verið að fella umrætt ákvæði úr reglugerðinni en einnig að meta hvernig aðrar þjóðir í Evrópu útfæri hvíldartímaákvæðið. Lýstu fulltrúar ráðuneytisins því yfir að settur yrði saman starfshópur hagsmunaaðila til að skoða á ný hvíldartímaákvæði sem og önnur ný ákvæði sem komið hafa inn í EES samninginn eftir að umrædd reglugerð var sett. Málið er því til skoðunar í ráðuneytinu. 

Taka má undir þá umfjöllun greinarhöfundar að þreyta flugmanna er áhættuþáttur í flugi sem með réttu er gefinn sífellt meiri gaumur í margs konar rannsóknum og því brýnt að draga sem mest úr slíkum áhættuþætti með góðum reglum um vinnu- og vakttíma.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta