Ráðherra heimsótti Þjóðskrá Íslands
Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra heimsótti í dag hina nýju stofnun Þjóðskrá Íslands sem formlega tók til starfa 1. júlí síðastliðinn. Þjóðskrá Íslands, sem tekur við verkefnum Þjóðskrár og Fasteignaskrár Íslands, er til húsa í Borgartúni 21.
Ráðherra ræddi við starfsfólk og skoðaði húsnæðið. Þá undirrituðu Ragna og Haukur Ingibergsson, forstjóri Þjóðskrár Íslands, árangursstjórnunaráætlun ráðuneytisins og stofnunarinnar um starf hennar á næstu misserum.
Vefur Þjóðskrár Íslands er á slóðinni www.skra.is. Þar má finna ítarlegar upplýsingar um þjónustu stofnunarinnar. Sjá einnig í vefriti dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins.