Hoppa yfir valmynd
6. júlí 2010 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Erindi flutt á ráðstefnu um votlendi

Hans-Joosten
Hans-Joosten

Í sumarbyrjun var haldin fjölsótt ráðstefna um votlendi sem nefndist Endurheimt votlendis - hvað þarf til? Ráðstefnan var haldin á Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og fluttu þar erindi fjölmargir sérfræðingar og áhugamenn um vernd og endurheimt votlendis. Jafnframt var dr. Hans Joosten boðið að halda erindi á ráðstefnunni, en hann er virtur sérfræðingur í endurheimt votlendis á alþjóðavettvangi.  Vill ráðuneyti þakka öllum þeim sem komu að undirbúningi ráðstefnunnar og sérstaklega fyrirlesurunum fyrir þeirra framlag.

Umhverfisráðuneytið hafði frumkvæði af ráðstefnunni með það að markmiði að draga athygli að votlendum í landinu og mikilvægi þeirra. Einnig var það markmið ráðstefnunnar að ræða stöðu þekkingar á votlendum hér á landi og draga fram sjónarmið varðandi endurheimt raskaðs votlendis. Hér á síðunni er nú að finna glærukynningar fyrirlesara á ráðstefnunni þar sem fjallað er um votlendi frá ýmsum hliðum.

Erindi og ávörp:

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta