Erindi flutt á ráðstefnu um votlendi
Í sumarbyrjun var haldin fjölsótt ráðstefna um votlendi sem nefndist Endurheimt votlendis - hvað þarf til? Ráðstefnan var haldin á Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og fluttu þar erindi fjölmargir sérfræðingar og áhugamenn um vernd og endurheimt votlendis. Jafnframt var dr. Hans Joosten boðið að halda erindi á ráðstefnunni, en hann er virtur sérfræðingur í endurheimt votlendis á alþjóðavettvangi. Vill ráðuneyti þakka öllum þeim sem komu að undirbúningi ráðstefnunnar og sérstaklega fyrirlesurunum fyrir þeirra framlag.
Umhverfisráðuneytið hafði frumkvæði af ráðstefnunni með það að markmiði að draga athygli að votlendum í landinu og mikilvægi þeirra. Einnig var það markmið ráðstefnunnar að ræða stöðu þekkingar á votlendum hér á landi og draga fram sjónarmið varðandi endurheimt raskaðs votlendis. Hér á síðunni er nú að finna glærukynningar fyrirlesara á ráðstefnunni þar sem fjallað er um votlendi frá ýmsum hliðum.
Erindi og ávörp:
- Ávarp Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra.
- Global peatlands and climate change: emissions and mitigation options. Hans Joosten prófessor, Greifswald háskóla, Þýskalandi.
- Votlendi á Íslandi – yfirlit. Hlynur Óskarsson, LBHÍ
- Landnýting á framræstu votlendi. Áslaug Helgadóttir, LBHÍ og Björn Traustason, Skógrækt ríksins.
- Skógrækt í framræstu mýrlendi. Björn Traustason, Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá.
- Votlendi, náttúruvernd og líffræðilegur fjölbreytileiki. Svenja Auhage, Náttúrufræðistofnun Íslands.
- Votlendi og loftslagsbreytingar. Jón Guðmundsson, LBHÍ.
- Endurheimt votlendis – sýn og samstarf við landeigendur. Eiríkur Blöndal, Bændasamtökin.
- Endurheimt votlendis - leiðir til árangurs. Daði Már Kristófersson, Háskóla Íslands.
- Dæmi um endurheimt votlendis.
- Friðland í Flóa. Jóhann Óli Hilmarsson, Fuglavernd.
- Skógey við Hornafjörð. Elín Fjóla Þórarinsdóttir, landfræðingur hjá Landgræðslu ríkisins.
- Fossá í Vestur Barðastrandarsýslu. Bjarni Össurarson.
- Framengjar og Nautey í Mývatnssveit. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson.