Hoppa yfir valmynd
7. júlí 2010 Matvælaráðuneytið

15. fundur ráðherra við Norður-Atlantshafið

Jón Bjarnason og frú Gail Shea sjávarútvegsráðherra Kanada
Jón Bjarnason og frú Gail Shea sjávarútvegsráðherra Kanada

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Jón Bjarnason sækir nú þessa dagana árlegan fund sjávarútvegsráðherra N-Atlantshafsins sem haldinn er á Prins Eðvarðs eyju í Kanada. Auk fulltrúa frá Íslandi og Kanada eru á fundinum fulltrúar frá Rússlandi, Grænlandi, Færeyjum, Noregi og ESB.
 
Meginefni fundarins að þessu sinni er þáttur réttrar aflaskráningar og eftirlits í sjálfbærum fiskveiðum. Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fór í ræðu sinni yfir hvernig við höldum utan um aflaskráningu og eftirlit en okkar kerfi hefur vakið athygli víða erlendis.
 
Til umræðu á fundinum kom bann ESB við verslun með selaafurðir, sem hefur haft þær afleiðingar að markaðir hafa víða eyðilagst. Þetta bann er sett á án tillits til sjálfsagðs rétts hverrar þjóðar að nýta náttúruauðlindir sínar með sjálfbærum hætti, án nokkurra vísndalegra raka um veiðiþol stofna og án þess að tillit sé tekið til  að vissir íbúar á hinum norðlægu slóðum hafi haft af selveiðum lífsviðurværi um aldir.
 
Á leið sinni til Kanada kynnti Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sér markaði fyrir bleikju í Bandaríkjunum. Heimsótti hann í því skyni fyrirtækið Aquanor í Boston. Þar eru í forsvari frumherjinn frú Marion Kaiser og sonur hennar Eric Kaiser. Fyrirtækið hefur selt íslenska bleikju í 20 ár og seldi á síðasta ári 500 tonn eða um 20% af framleiðslu okkar. Fram kom að eftirspurnin eftir þessari góðu afurð bara vex og vex á mörkuðunum í N-Ameríku.
Jón Bjarnason,Marion Kaiser, Eric Kaiser sonur hennar og Ingimar Jóhannsson



Jón Bjarnason,Marion Kaiser, Eric Kaiser sonur hennar og Ingimar Jóhannsson
Jon-Bjarnason,-Marion-Kaiser,-Eric-Kaiser-sonur-hennar-og--Ingimar-Johannsson
Jón Bjarnason,Marion Kaiser, Eric Kaiser sonur hennar og Ingimar Jóhannsson
Jon-Bjarnason,-Marion-Kaiser,-Eric-Kaiser-sonur-hennar-og--Ingimar-Johannsson

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta