Efnahags- og viðskiptaráðherra úthlutar styrkjum af ráðstöfunarfé ráðherra
Efnahags- og viðskiptaráðherra hefur úthlutað styrkjum af ráðstöfunarfé ráðherra til fimm verkefna vegna ritgerðarsmíði og rannsókna. Styrkirnir voru auglýstir til umsóknar 8. maí s.l. og var umsóknarfrestur til 1. júní s.l. Alls sóttu 16 aðilar um styrk.
Vinnuhópur skipaður fulltrúum skrifstofa ráðuneytisins fór yfir umsóknir og gerði tillögu um úthlutun. Við matið var lagt til grundvallar að viðkomandi verkefni fjallaði um einhvern af málaflokkum ráðuneytisins, útkoman gæti nýst ráðuneytinu og að umsóknin væri greinargóð og gæfi til kynna skýr og afmörkuð markmið. Í auglýsingu var óskað eftir umsækjendum sem lokið hafa fyrstu gráðu háskólanáms. Tekið var fram að þau verkefni sem tengdust efnahagshruninu myndu hafa forgang við úthlutun.
Alls var úthlutað styrkjum að fjárhæð 1.200.000 kr. Hér fer á eftir listi yfir styrkþega, verkefni þeirra og fjárhæð styrksins.
Styrkþegi | Verkefni | Fjárhæð |
Páll Ammendrup Ólafsson, Msc fjármálafræði | Áhrif skortsölu á eignaverð, bólur og hrun | 300.000 |
Álfrún Tryggvadóttir, Msc fjármálafræði | Breytingar á eignarhaldsskipan eftir fjármálahrunið og hvort minni hluthafar hafi orðið fyrir eignarnámi af hálfu stærri hluthafa | 250.000 |
Inga Lára Gylfadóttir, Msc hagfræði | Ritun bókarinnar „Okkar hagur“ sem ætlað er að auka skilning nemenda í efstu bekkjum grunnskóla og fyrsta bekk framhaldsskóla á umgengni við peninga og fjárhagslegar skuldbindingum | 250.000 |
Högni Haraldsson, Msc hagfræði | Viðbrögð við hruninu og forgangsröðun aðgerða með tilliti til reynslu annarra þjóða | 200.000 |
Rannsóknarsetur verslunarinnar | Neyslubreytingar á Íslandi í kjölfar efnahagshrunsins og lærdómur af þeim | 200.000 |