Hoppa yfir valmynd
8. júlí 2010 Utanríkisráðuneytið

Utanríkisráðherra tekur skóflustungu að íslensk-ungverskri hitaveitu í Ungverjalandi

Mannvit hitaveita Ungverjaland ÖSÖssur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, Márk Gyorvári, borgarstjóri Szentlorinc og Pál Kovács, vararáðuneytisstjóri efnahagsþróunaráðuneytis Ungverjalands, tóku í dag fyrstu skóflustunguna að hitaveitu sem er hönnuð af verkfræðistofunni Mannviti fyrir ungverska fyrirtækið PannErgy. Hitaveitan verður sú stærsta í Ungverjalandi sem notar alfarið endurnýjanlega og umhverfisvæna orku.

Við athöfnina sagði utanríkisráðherra að bygging hitaveitunnar í Szentlorinc væri árangur af þrotlausri vinnu íslenskra fyrirtækja á sviði jarðvarma í Evrópu. Fleiri verkefni eru á döfinni, sbr. ráðgjafasamningur Eflu í Króatíu en utanríkisráðherra var viðstaddur undirritun hans á þriðjudag. Minnti utanríkisráðherra á þá stefnu Evrópusambandsins að 20% orkuframleiðslu í Evrópu verði endurnýjanlegur árið 2020 og þar séu miklir möguleikar í virkjun jarðvarma.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta