Tilskipun um mat á umhverfisáhrifum endurskoðuð
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur ákveðið að hefja endurskoðun á tilskipun um mat á umhverfisáhrifum. Íslensk löggjöf á þessu sviði er byggð á tilskipuninni í samræmi við EES-samninginn. Ákveðið hefur verið að gefa öllum tækifæri til að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum um lykilatriði tilskipunarinnar, svo sem um matsáætlanir, árangur við framkvæmd umhverfismats, samhæfingu milli landa, hlutverk umhverfisyfirvalda og tengsl við loftslagsbreytingar og líffræðilegan fjölbreytileika. Athugasemdir og ábendingar eiga að berast eigi síðar en 24. september næstkomandi. Að því loknu hefst endurskoðunin á vegum framkvæmdastjórnarinnar.