Umsóknarfrestur um embætti umboðsmanns skuldara liðinn
Alþingi samþykkti í júní frumvarp til laga um nýtt embætti umboðsmanns skuldara. Umboðsmaður skuldara er ríkisstofnun sem hefur það hlutverk að gæta hagsmuna og réttinda skuldara eins og nánar er kveðið á um í lögunum. Embættið mun einnig annast fjármálaráðgjöf við einstaklinga sem til þessa hefur verið sinnt af Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna en starfsemi hennar rennur inn í embætti umboðsmanns.
Embætti umboðsmanns skuldara var auglýst til umsóknar í lok júnímánaðar og rann umsóknarfresturinn út 12. júlí síðastliðinn. Mun starfsemi embættisins hefjast 1. ágúst næstkomandi.
Eftirfarandi einstaklingar sóttu um embættið:
Ásta Sigrún Helgadóttir
Guðmundur Ásgeirsson
Guðrún Hulda Aðils Eyþórsdóttir
Guðrún Jóhannsdóttir
Hallgrímur Þ. Gunnþórsson
Hólmsteinn A. Brekkan
Ólöf Dagný Thorarensen
Runólfur Ágústsson
Sif Jónsdóttir
Ráðið verður í starfið fyrir 1. ágúst.