Hoppa yfir valmynd
16. júlí 2010 Umhverfis-٫ orku- og loftslagsráðuneytið

Vernd villtra spendýra og fugla tekin til skoðunar

Refur. Myndin er tekin af vísindavef Háskóla Íslands.
Refur

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur skipað nefnd til að skoða lagalega stöðu villtra spendýra og fugla á Íslandi og leggja fram tillögur um úrbætur á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum. Að mati umhverfisráðherra þarf að endurskoða löggjöfina í ljósi breyttra aðstæðna frá því að lögin tóku gildi árið 1994. Á þeim tíma hefur Ísland staðfest ýmsa alþjóðlega samninga sem lúta að verndun dýra og búsvæða þeirra og kalla sumir þessir samningar á breytingar á íslenskri löggjöf. Auk þess þykir nauðsynlegt að endurskoða lögin vegna tilskipana Evrópusambandsins sem kalla á breytingar í íslensku lagaumhverfi, til að mynda NATURA 2000 og fuglatilskipun EES.

Markmið laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum er að tryggja viðgang og náttúrulega fjölbreytni villtra dýrastofna, skipulag á veiðum og nýtingu dýra, svo og skipulag á aðgerðum til að koma í veg fyrir tjón sem villt dýr kunna að valda.

Eftirtaldir skipa nefndina:

  • Menja von Schmalensee, formaður, skipaður án tilnefningar.
  • Páll Hersteinsson, skipaður án tilnefningar.
  • Hólmfríður Arnardóttir, án tilnefningar.
  • Kristinn Haukur Skarphéðinsson, fulltrúi Náttúrufræðistofnunar Íslands.
  • Hildur Vésteinsdóttir, fulltrúi Umhverfisstofnunar.
  • Sigmar B. Hauksson, fulltrúi Skotvís.
  • Tómas Grétar Gunnarsson, fulltrúi frjálsra félagasamtaka á sviði náttúruverndar.
  • Auður Lilja Arnþórsdóttir, fulltrúi Dýralæknafélag Íslands.

Lög um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta