Hoppa yfir valmynd
20. júlí 2010 Utanríkisráðuneytið

Þórður Ægir yfirmaður pólitískra mála í Kabúl

ThordurAegirOskarssonÞórður Ægir Óskarsson, sendiherra, hefur á vegum Íslensku friðargæslunnar tekið að sér starf yfirmanns pólitískra mála á skrifstofu sérlegs fulltrúa framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins í Afganistan, Mark Sedwill.  Er hann jafnframt staðgengill Sedwills.

Starf Þórðar felur meðal annars í sér ábyrgð á samskiptum og samvinnu við afgönsk stjórnvöld, þing og þingmenn, sendinefnd Sameinuðu þjóðanna í landinu (UNAMA), aðrar alþjóðlegar stofnanir og erlend sendiráð í Kabúl. Yfirmaður pólitískra mála tekur jafnframt virkan þátt í sáttaferli stríðandi fylkinga í landinu og samskiptum við nágrannaríkin, einkum Pakistan. 

Hlutverk skrifstofu Atlantshafsbandalagsins í Kabúl er að fylgja eftir stefnu bandalagsins sem felst í að stuðla að auknu öryggi og stöðugleika í landinu og skapa grundvöll fyrir endurreisn og efnahagslegar framfarir.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta