Forsætisráðherra fundar með Greg Selinger, forsætisráðherra Manitoba
Forsætisráðherra átti í dag fund með Greg Selinger, forsætisráðherra Manitoba í Kanada. Manitobaríki hefur stutt við menningarviðburði og samstarf sem tengist íslenskri arfleifð á svæðinu, meðal annars uppbyggingu safns, menningar- og listahátíðina Núna-Now og kvikmyndahátíð. Forsætisráðherrarnir ræddu um menningarleg samskipti, svo og Snorraverkefnið sem nú hefur verið við lýði í áratug og veitt meira en 160 ungmennum frá Kanada og Íslandi tækifæri til að kynnast sögu og menningu forfeðra sinna.
Forsætisráðherrarnir ræddu einnig aukna möguleika í ferðaþjónustu og viðskiptum, svo og efnahagsmál í alþjóðlegu samhengi. Forsætisráðherra bauð forsætisráðherra Manitoba að sækja Ísland heim og er ráðgert að af þeirri heimsókn verði á næsta ári.