Forsætisráðherra var heiðursgestur á Íslendingahátíðinni í Gimli
Forsætisráðherra var heiðursgestur á Íslendingahátíðinni í Gimli, Manitoba sem haldin var í byrjun vikunnar. Jafnframt var forsætisráðherra heiðursgestur á Íslendingahátíð í Mountain, Norður-Dakóta síðastliðinn laugardag og flutti þar ávarp. Í ferð sinni heimsótti hún Íslendingaslóðir í Gimli og Árborg, meðal annars Þjóðræknisafnið í Gimli (New Iceland Heritage Museum) og dvalarheimilið Betel þar sem margir aldraðir afkomendur íslenskra Vesturfara búa. Forsætisráðherra heimsótti einnig Manitobaháskóla, skoðaði íslenska bókasafnið og kynnti sér íslenskudeild háskólans.