Mikil aukning makríls í íslensku lögsögunni
Þann 12. ágúst 2010 lauk 4 vikna leiðangri Árna Friðrikssonar. Leiðangurinn var þáttur í alþjóðlegum umhverfisrannsóknum í Norðaustur-Atlantshafi og beindist einkum að dreifingu makríls, síldar og kolmunna í íslenskri lögsögu, sjávarhita og fæðuvali þessara tegunda.
Makríll fannst víðast hvar í lögsögunni í talsverðum mæli nema fyrir vestanverðu Norðurlandi og Vestfjörðum.
Mynd 1. Hlutfallsleg dreifing makríls í leiðangri Árna Friðrikssonar 20. júlí – 12. ágúst 2010. Stærð hringjanna táknar magn makríls.
Samkvæmt bráðabirgðaúrvinnslu gagna er útbreiðsla makríls mun meiri við landið en var í sambærilegum leiðangri árið 2009.
Sjá nánar á hafro.is