Hoppa yfir valmynd
23. ágúst 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Afmælisráðstefna Jafnréttisstofu 10. september

Horft um öxl og fram á við er yfirskrift afmælisráðstefnu Jafnréttisstofu sem haldin verður á Akureyri 10. - 11. september í tilefni tíu ára afmælis hennar. Ráðstefnan er haldin í tengslum við árlegan landsfund jafnréttisnefnda sveitarfélaga sem verður á Akureyri 10. - 11. september.

Dagskráin samanstendur af stuttum ávörpum og lengri erindum og tónlist í flutningi Kristjönu Arngrímsdóttur og Kristjáns Hjartarsonar. Árni Páll Árnason félags- og tryggingamálaráðherra ávarpar ráðstefnuna og tekur þátt í pallborðsumræðum. Núverandi og fyrrverandi jafnréttisstýrur, þær Valgerður Bjarnadóttir, Margrét María Sigurðardóttir og Kristín Ástgeirsdóttir horfa um öxl og fram á við. Þórhildur Þorleifsdóttir formaður Jafnréttisráðs, Brynhildur Flóvenz dósent í lögfræði og fyrrverandi stjórnarformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands, Björn Þorláksson rithöfundur og Gyða Margrét Pétursdóttir kynjafræðingur flytja erindi og undir lokin verða pallborðsumræður.

Boðsbréf á ráðstefnuna ásamt dagskrá

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta