Hoppa yfir valmynd
24. ágúst 2010 Innviðaráðuneytið

Grundaskóli áfram leiðtogaskóli í umferðarfræðslu

Fulltrúar Grundaskóla á Akranesi og Umferðarstofu ásamt samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skrifuðu í dag undir áframhaldandi samning um samvinnu um umferðarfræðslu í skólum. Greitt er eitt stöðugildi á þessu ári til að sinna verkefninu.

Grundaskóli áfram móðurskóli umferðarfræðslu
Grundaskóli áfram móðurskóli umferðarfræðslu

Samningurinn er rammasamningur um umferðarfræðslu í grunnskólum landsins og verður Grundaskóli áfram móðurskóli í því verkefni og öðrum grunnskólum til fyrirmyndar og ráðgjafar. Markmiðið með samningnum er að efla umferðarfræðslu í skólum og stuðla að fækkun umferðarslysa með markvissri fræðslu.

Verkefnisstjóri í Grundaskóla sinnir umferðarfræðslu sérstaklega og svarar erindum frá öðrum skólum og skipuleggur námskeið og fræðslufundi fyrir kennara. Þá munu samningsaðilar fylgja eftir umferðarvefnum umferd.is í samvinnu við Námsgagnastofnun og kynna vefinn fyrir öðrum skólum.

Grundaskóli áfram móðurskóli umferðarfræðslu

Samninginn undirrituðu Hrönn Ríkharðsdóttir, fyrir hönd Grundaskóla, Gunnar Geir Gunnarsson, fyrir hönd Umferðarstofu og Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta