Hoppa yfir valmynd
26. ágúst 2010 Innviðaráðuneytið

Nýir tímar og ný vinnubrögð

Stefnumótun og framtíðarsýn Kristjáns L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur verið sett fram á vef ráðuneytisins. Ráðherrann kynnti stefnumótunina á blaðamannafundi í dag og hana má einnig sjá hér á vefnum.

Framtíðarsýnin hefur að geyma stefnu ráðherra í málaflokkum ráðuneytisins ásamt markmiðum og aðgerðum. Grundvöllur og leiðarljós stefnumótunarinnar eru gildi ráðuneytisins:

Árangur – Forysta – Traust

Hlutverk ráðuneytisins:  Að tengja byggðir og samfélög – Ísland við umheiminn. Samhliða er unnin aðgerðaráætlun í samræmi við aðferðarfræði verkefnastjórnunar og árangur verður mældur og síðan metið hvernig til hefur tekist.

,,Verkefni samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins hafa mikil áhrif á líf okkar. Dag hvern notum við síma og netið, ferðumst um vegi, höf og loft og njótum þjónustu sveitarfélaga. Við byggjum samfélag og viljum hafa áhrif á hvernig vegir og skólar eru. Við höfum mótað metnaðarfulla stefnu og framtíðarsýn sem hér er sett fram,” segir ráðherra í inngangi sínum á vefnum.

Auk kaflans um stefnu ráðherra eru kaflar fyrir hverja af hinum fjórum skrifstofum ráðuneytisins:

  • Stjórnsýsla og fjármál
  • Sveitarstjórnarmál
  • Samgöngumál
  • Samskiptamál

Síðan koma undirkaflar þar sem fjallað er um helstu stefnumið, meginstoðir, þingmál og ýmis sérstök verkefni og áætlanir sem falla undir hverja skrifstofu fyrir sig og mælikvarðar sem lúta að helstu verkefnum þeirra.

,,Virk stefnumótun er forsenda framfara og leiðin til árangurs er að vinna saman. Ég hvet alla til að kynna sér framtíðarsýn okkar hér á vefnum og bera fram spurningar og athugasemdir,” segir einnig í inngangsorðum ráðherra.

Stefnumótun og framtíðarsýn ráðuneytisins kynnt

Unnt er að senda ráðherra ábendingar og hugmyndir rafrænt af vefnum enda er stefnumótun sem þessi lifandi plagg og síbreytilegt sem þarfnast stöðugrar endurskoðunar. Hlekkur á stefnumótunarsíðuna:

/raduneyti/stefnumotun/

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta