Hoppa yfir valmynd
30. ágúst 2010 Utanríkisráðuneytið

Afhending trúnaðarbréfs í Makedóníu

Stefán Skjaldarson, sendiherra, afhenti hinn 27. ágúst. forseta Makedóníu, Dr. Gjorge Ivanov, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra Íslands í Makedóníu með aðsetur í Vín. Athöfnin fór fram í forsetahöllinni í Skopje.

Daginn áður átti sendiherra einnig fund með Antonio Milososki, utanríkisráðherra landsins.

Í samtölum við forseta Makedóníu og utanríkisráðherra kom fram að samskipti landanna eru afar vinsamleg þótt ekki séu þau mikil. Fram kom áhugi af hálfu beggja að auka og styrkja þessi samskipti frekar, ekki síst á sviði viðskipta og jarðhitanýtingar.

Ísland var meðal fyrstu ríkja til að viðurkenna sjálfstæði Makedóníu þegar Júgóslavía liðaðist í sundur fyrir hartnær tuttugu árum og hefur Ísland tekið virkan þátt í friðaruppbyggingu á vestanverðum Balkanskaga síðan, þar með talið í Makedóníu. Þá hefur Ísland stutt aðildarumsókn landsins að NATO.

Auk fyrirsvars gagnvart Austurríki og Makedóníu, fer sendiráð Íslands í Vín með fyrirsvar gagnvart Slóveníu, Slóvakíu, Tékklandi, Ungverjalandi og Bosníu- og Hersegóvínu. Sendiráðið er jafnframt fastanefnd Íslands hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE/OSCE), Skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Vín (UNOV), Alþjóðakjarnorkumála-stofnuninni (IAEA) og Skrifstofu samningsins um allsherjarbann við tilraunum með kjarnorkuvopn (CTBTO).

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta