Hoppa yfir valmynd
31. ágúst 2010 Utanríkisráðuneytið

Ráðherra utanríkismála Indlands sækir Ísland heim

Preneet Kaur, ráðherra utanríkismála Indlands, kemur í opinbera heimsókn til Íslands miðvikudaginn 1. september. Heimsóknin hefst á fundi með Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra en auk hans mun Kaur hitta forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson.

Kaur heimsækir Alþingi, hittir forseta Alþingis, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, og fundar með utanríkismálanefnd. Þá mun hún opna sendiráð Indlands á Íslandi, kynna sér starfsemi Hellisheiðarvirkjunar og heimsækja Árnessýslu, Akureyri og Mývatn.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta