Hoppa yfir valmynd
1. september 2010 Forsætisráðuneytið

Sigurður Snævarr hefur störf sem ráðgjafi á sviði efnahags- og atvinnumála

Forsætisráðherra hefur ráðið Sigurð Snævarr, hagfræðing, í stöðu ráðgjafa á sviði efnahags- og atvinnumála og hefur hann störf í dag. Fimm umsóknir bárust um stöðuna.

Sigurður Snævarr lauk Fil.kand prófi frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð í hagfræði árið 1978 og meistaraprófi í sömu grein frá London School of Economics árið 1979. Hann stundaði rannsóknir við Queen Mary College í London árin 1979-1981. Sigurður var hagfræðingur og síðar forstöðumaður hjá Þjóðhagsstofnun frá 1982 til 2001, er hann var skipaður borgarhagfræðingur í Reykjavík. Sigurður hefur verið stundakennari og lengst af aðjúnkt við Háskóla Íslands frá 1982.

Ráðningartími Sigurðar er til tveggja ára frá og með 1. september 2010 að telja.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta