Utanríkisráðherra fundar með Preneet Kaur
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með frú Preneet Kaur, ráðherra utanríkismála Indlands. Kaur er hér á landi í opinberri heimsókn.
Á fundi þeirra í morgun ræddu ráðherrarnir samskipti landanna, einkum á sviði viðskipta, jarðhita og ferðamennsku
Að fundi loknum voru ráðherrarnir viðstaddir undirritun tveggja samninga indverskra og íslenskra fyrirtækja; viljayfirlýsingu Orf Líftækni og DM Corporation og samstarfssamning verkfræðistofunnar Mannvit við Auro Investment Partners.
Þá opnaði indverski ráðherrann formlega sendiráð Indlands á Íslandi.
Á meðan heimsókninni stendur mun Preneet Kaur hitta forseta Íslands, Ólaf Ragnar Grímsson, og forseta Alþingis, Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, og funda með utanríkismálanefnd. Þá mun hún kynna sér starfsemi Hellisheiðarvirkjunar og heimsækja Árnessýslu, Akureyri og Mývatn.