Hoppa yfir valmynd
1. september 2010 Innviðaráðuneytið

Viðbrögð samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins við skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis

Ráðherra hrindir af stað umbótaverkefnum í samræmi við tillögur starfsmanna.

Þann 12. apríl síðastliðinn skilaði Rannsóknarnefnd Alþingis af sér umfangsmikilli skýrslu um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengda atburði. Í skýrslunni beinir nefndin í flestum tilvikum sjónum sínum að þeim ráðuneytum og stofnunum sem höfðu beint með fjármál ríkisins og fjármálastofnanir að gera. Í skýrslunni er hvergi minnst á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra né starfsmenn ráðuneytisins. Þrátt fyrir þetta er ljóst að þær athugasemdir sem fram koma í skýrslunni eru ekki einangraðar við svokölluð hrunráðuneyti. Í ljósi þessa ákvað samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að koma á fót óformlegum starfshóp, skipaðan fjórum starfsmönnum ráðuneytisins, til að fara yfir athugasemdir Rannsóknarnefndar Alþingis með tilliti til ráðuneytisins og koma með athugasemdir og tillögur að úrbótum.

Starfshópurinn hefur skilað tillögum sínum til ráðherra eftir víðtækt samráð við alla starfsmenn ráðuneytisins. Umbótaverkefnin sem starfshópurinn leggur til snúa að ýmsum hliðum stjórnsýslu ráðuneytisins svo sem að upplýsingaflæði sé tryggt bæði til og frá ráðherra, að áhersla verði lögð á fagmennsku við ákvarðanatöku, sérfræðiþekking efld innan ráðuneytisins og ýmislegt er snýr að formfestu og formkröfum eins og við skráningu upplýsinga og gerð fundargerða. Þá snúa umbótaverkefnin að stofnunum sem heyra undir ráðuneytið og sveitarfélögum, m.a. um stefnumörkun, valdheimildir, upplýsingakerfi o.fl.

Ráðherra hefur ákveðið að fara að tillögum starfsmanna og hrinda af stað umbótaverkefnum með það að markmiði að bæta stjórnsýsluna.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta