Hoppa yfir valmynd
2. september 2010 Forsætisráðuneytið

Frá ríkisráðsritara

Á fundi ríkisráðs á Bessastöðum í dag var að tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra fallist á að veita Álfheiði Ingadóttur heilbrigðisráðherra, Gylfa Magnússyni efnahags- og viðskiptaráðherra, Kristjáni L. Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Rögnu Árnadóttur dómsmála- og mannréttindaráðherra lausn frá embætti ráðherra í ríkisstjórn Íslands.

Jafnframt var að tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra fallist á að veita Árna Páli Árnasyni félags- og tryggingamálaráðherra, lausn frá því embætti og skipa Árna Pál Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra.

Ennfremur var að tillögu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra fallist á að skipa Ögmund Jónasson dómsmála- og mannréttindaráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og Guðbjart Hannesson heilbrigðisráðherra og félags- og tryggingamálaráðherra.

Þá staðfesti forseti Íslands svohljóðandi úrskurð um skiptingu starfa ráðherra:

„Samkvæmt tillögu forsætisráðherra og með skírskotun til 15. gr. stjórnarskrárinnar, laga og reglugerða um Stjórnarráð Íslands, er störfum þannig skipt með ráðherrum:

Jóhanna Sigurðardóttir fer með forsætisráðuneytið.
Steingrímur J. Sigfússon fer með fjármálaráðuneytið.
Össur Skarphéðinsson fer með utanríkisráðuneytið.
Katrín Jakobsdóttir fer með mennta- og menningarmálaráðuneytið.
Jón Bjarnason fer með sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið.
Katrín Júlíusdóttir fer með iðnaðarráðuneytið.
Árni Páll Árnason fer með efnahags- og viðskiptaráðuneytið.
Svandís Svavarsdóttir fer með umhverfisráðuneytið.
Ögmundur Jónasson fer með dómsmála- og mannréttindaráðuneytið og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið.
Guðbjartur Hannesson fer með félags- og tryggingamálaráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið.
       
Með úrskurði þessum falla úr gildi eldri ákvæði um skiptingu starfa ráðherra.“

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta