Guðbjartur Hannesson nýr heilbrigðisráðherra
Guðbjartur Hannesson er nýr heilbrigðisráðherra. Hann tók við embætti á ríkisráðsfundi í dag. Guðbjartur tekur við embætti heilbrigðisráðherra af Álfheiði Ingadóttur, eftir breytingar á ríkisstjórninni.
Guðbjartur var kjörinn á Alþingi fyrir Samfylkinguna í kosningum 2007 fyrir Norðvesturkjördæmi og var endurkjörinn í kosningum í fyrravor fyrir sama kjördæmi. Guðbjartur var forseti Alþingis frá 2009-2010. Hann sat í félags- og tryggingamálanefnd 2007-2009 og var kjörinn formaður 2009.
Guðbjartur sat í fjárlaganefnd 2007-2009 og var kjörinn formaður nefndarinnar 2009. Hann átti sæti í menntamálanefnd 2007-2009. Heilbrigðisráðherra sat í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins 2007-2009 og situr í Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins frá 2009.
Guðbjartur Hannesson lauk kennaraprófi frá KÍ 1971. Hann lauk tómstundakennaraprófi frá Seminariet for Fritidspædagoger, Vanløse, Danmörku 1978. Guðbjartur stundaði framhaldsnám í skólastjórn KHÍ 1992-1995. Hann lauk meistarapróf frá kennaraskóla Lundúnaháskóla (Institute of Education, University of London) árið 2005.
Álfheiður Ingadóttir afhendir Guðbjarti Hannessyni lyklavöldin að heilbrigðisráðuneytinu