Ögmundur Jónasson nýr dómsmála- og mannréttindaráðherra
Ögmundur Jónasson tók við lyklavöldum að dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu í dag af Rögnu Árnadóttur sem verið hefur ráðherra frá 1. febrúar 2009. Ögmundur gegnir jafnframt embætti samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Ögmundur er fæddur í Reykjavík 17. júlí 1948. Hann var kjörinn alþingismaður fyrir Alþýðubandalag og óháða árið 1995. Frá árinu 1999 hefur Ögmundur setið á þingi fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð. Ögmundur var þingmaður Reykvíkinga á árunum 1995 til 2003, hann var þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður frá árinu 2003 til 2007 og frá 2007 hefur hann verið þingmaður Suðvesturkjördæmis. Ögmundur var heilbrigðisráðherra frá 1. febrúar til 1. október 2009.