Hoppa yfir valmynd
2. september 2010 Innviðaráðuneytið

Ögmundur Jónasson tekur við embætti ráðherra

Kristján L. Möller, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, lét af embætti sínu í dag og við því tók Ögmundur Jónasson sem jafnframt gegnir embætti dómsmála- og mannréttindaráðherra. Þessi breyting á ríkisstjórn og fleiri fóru fram á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í hádeginu.

ÖgmundurJónasson tekur við embætti samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
ÖgmundurJónasson tekur við embætti samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Ögmundur Jónasson hefur áður gegnt embætti ráðherra, var heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra frá 1. febrúar 2009 til 1. október 2009. Hann hefur setið á Alþingi frá árinu 1995.

Kristján L. Möller tók við ráðherraembætti 24. maí 2007 en hann hefur setið á Alþingi frá árinu 1999.

ÖgmundurJónasson tekur við embætti samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Kristján L. Möller afhenti Ögmundi Jónassyni lyklavöldin að ráðuneytinu síðdegis í dag.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta